Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir fimmtudaginn 29. mars kl. 20.00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna2. Fræðsluerindi – Styrkjum starfsandannÁsgeir Jónsson frá ráðgjafarfyrirtækinu Takmarkalaust líf ehf heldur fræðsluerindið að þessu sinni. Ásgeir stofnaði …
Íbúðin að Ásholti í Reykjavík laus vegna forfalla
Orlofsíbúð Stéttarfélags Vesturlands að Ásholti 2 í Reykjavík er laus frá 13. – 15. apríl nk. vegna forfalla.Helgin er aðeins leigð í einu lagi. Áhugasamir snúi sér til skrifstofu félagsins í síma 430 0430 eða sendi tölvupóst á stettvest@stettvest.is
Orlofsblað Stéttarfélags Vesturlands 2012
Stéttarfélag Vesturlands gaf út orlofsblaðið 2012 fyrir helgina. Blaðið er borið út á öll heimili á félagssvæðinu og á þá félagsmenn sem búa utan svæðis. Hægt er að nálgast eintak af blaðinu með því að smella á myndina. Einnig er hægt að nálgast eintak af umsóknareyðublaðinu með því að smella hér. Athugið að skila þarf umsóknum á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands að Sæunnargötu …
Laust í Ölfusborgum um helgina v. forfalla
Orlofshús Stéttarfélagsins í Ölfusborgum er laust um helgina vegna forfalla. Hafið samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is Fyrstur kemur fyrstur fær!
Auglýst eftir framboðum til stjórnarkjörs
Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára: varaformann, vararitara og 2. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2012, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Sæunnargötu 2a Borgarnesi, beint til formanns kjörstjórnar, Guðrúnar Helgu Andrésdóttur, fyrir kl. …
Félagsfundur um lífeyrismál í Alþýðuhúsinu
Stéttarfélag Vesturlands boðar til fundar um lífeyrismál fimmtudaginn 23. feb. kl. 20:30í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, Borgarnesi. Mikil umræða hefur orðið um stöðu og starfsemi lífeyrissjóða eftir að skýrsla um starfsemi þeirra kom út. Eins og oft vill verða í umræðum manna á meðal sýnist þar sitt hverjum og oft eru uppi fullyrðingar sem ekki eru á rökum reistar og stundum er …
Fundaröð ASÍ aðgengileg á netinu
Nú er hægt að nálgast alla fundaröð ASÍ um gjaldeyris-, húsnæðislána- og vaxtamál á vef ASÍ. Síðasti fundur sem ASÍ hélt var undir yfirskriftinni „Hvað getum við lært af Dönum? Hvernig má lækka húsnæðisvexti heimilanna?“ Morgunverðarfundinn má sjá með því að smella hér.
Samningum ekki sagt upp – laun hækka 1. febrúar
Frétt af vef ASÍ: Yfirlýsing samninganefndar ASÍ vegna endurskoðunar kjarasamningaSamninganefnd ASÍ hefur í dag ákveðið að segja ekki upp gildandi kjarasamningum þrátt fyrir vanefndir stjórnvalda á þeim fyrirheitum sem gefin voru við gerð þeirra. Ljóst er að mikill meirhluti aðildarfélaga Alþýðusambandsins telur að mikil verðmæti liggi í þeim launahækkunum sem kjarasamningarnir tryggja og að ekki sé forsvaranlegt að grípa til uppsagna …
Megn óánægja með framkomu stjórnvalda
Stjórn og trúnaðarmannaráð Stéttarfélags Vesturlands hélt fund í gærkveldi um forsendur kjarasamninga á almennum markaði. Farið var yfir þau efnisatriði er snúa að samskiptum við atvinnurekendur og þar hafa hlutirnir gengið þannig fyrir sig að ekki eru talin efni til viðbragða.Þegar yfirlýsing ríkistjórnarinnar sem fylgdi samningunum og er ein af forsendum samningsins er skoðuð, er fátt sem hægt er að …
Íbúðin í Reykjavík laus um helgina
Íbúð Stéttarfélagsins í Ásholti 2 í Reykjavík er laus nú um helgina. Fyrstur kemur fyrstur fær! Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða á tölvupóstfangið stettvest@stettvest.is