Fyrirlestrarnir á morgunverðarfundi ASÍ um gjaldmiðilsmál frá sl. þriðjudegi eru nú aðgengilegir hér á heimasíðunni. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ: Agaleysi, óstöðugur gjaldmiðill, háir vextir og sveiflur í kaupmætti Friðrik Már Baldursson forseti viðskiptadeildar HR: Munurinn á því að taka upp gjaldmiðil einhliða eða taka upp evru með aðild að ESB. Ragnar Árnason: Kostir sveigjanlegs gjaldmiðils við hagstjórn. Fyrirspurnir.
Áríðandi fundur fimmtudaginn 12. janúar um kjaramál!
Stéttarfélag Vesturlands boðar félagsmenn sína til fundar fimmtudaginn 12. janúar kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a í Borgarnesi.Hver er staðan varðandi endurskoðun kjarasamninga? Eru forsendur brostnar?Trúnaðarráð félagsins og trúnaðarmenn á vinnustöðum eru sérstaklega boðaðir á fundinn en hann er jafnframt opinn almennum félagsmönnum.Samninganefnd Alþýðusambands Íslands þarf að hafa ákveðið fyrir kl. 16:00 þann 20. janúar hvort núgildandi kjarasamningum, sem byggja …
Morgunverðarfundur ASÍ á morgun
Þriðjudaginn 10. janúar stendur Alþýðusamband Íslands fyrir morgunverðarfundi um gjaldmiðilsmál. Yfirskrift fundarins er Íslenska krónan – bölvun eða blessun. Haldin verða fjögur stutt erindi og að þeim loknum verður opnað fyrir umræður. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 8-10. Fundurinn er öllum opinn. Dagskrá fundarins má sjá hér.
Fundað um forsendur kjarasamninga á næstunni
Formenn félaga innan ASÍ komu saman til fundar fimmtudaginn 5. janúar til að ræða forsendur kjarasamninga en fyrri endurskoðun kjarasamninganna á að vera lokið 20. janúar. Efnahagslegar forsendur standast ágætlega en þegar kemur að loforðum ríkisstjórnarinnar sem sett voru fram í sérstakri yfirlýsingu 5. maí í tengslum við gerð kjarasamningana stendur varla steinn yfir steini. Hörð gagnrýni kom fram á …
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á því liðna!
Stéttarfélag Vesturlands sendir félagasmönnum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkar samstarfið á liðnu ári!
Bestu óskir um gleðileg jól!
Stéttarfélag Vesturlands sendir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól!
Fréttabréf Stéttarfélags Vesturlands sent út í dag
Fréttabréf Stéttarfélags Vesturlands fyrir þessi jól kemur úr prentun í dag og verður sent á öll heimili á félagssvæðinu og einnig til þeirra félagsmanna sem búa utan félagssvæðisins. Fréttabréfið er aðgengilegt hér á síðunni með því að smella á myndina.
Ályktun stjórnar Stéttarfélags Vesturlands frá 15.12.’11
Stjórn Stéttarfélags Vesturlands lýsir eftir efndum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á loforðum um að verja velferðina í landinu. Þess er krafist að oddvitar ríkisstjórnarinnar standi við gerða samninga við verkalýðshreyfinguna frá því í vor. Ein meginforsenda þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru 5. maí 2011 eru loforð um aðgerðir ríkissjóðs til að bæta kjör atvinnulausra, aldraðra og öryrkja, þau loforð virðast nú …
Hvað kostar krónan heimilin í landinu?
ASÍ hélt opinn fund um vaxtamál þann 8. desember sl. á Grand Hótel undir yfirskriftinni: Hvað kostar krónan heimilin í landinu? Hægt er að nálgast fyrirlestrana, sem haldnir voru, hér á netinu. Hér má sjá erindi Ólafs Darra Andrasonar deildarstjóra hagdeildar ASÍ, Hvað kostar sveigjanleg króna heimilin í landinu? Hér má sjá erindi Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ, Hvernig getum …
Íbúðin í Ásholti í Reykjavík laus um helgina
Íbúð Stéttarfélagsins í Ásholti í Reykjavík var af óviðráðanlegum orsökum að losna yfir helgina. Fyrstur kemur fyrstur fær. Hafið samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða stettvest@stettvest.is