Kæru félagsmenn Í hádeginu í dag 5.maí opnaði fyrir fyrstur kemur fyrstur fær í sumarhúsin okkar í sumar Hægt er að sjá allar lausar vikur á orlofsvefnum okkar hér en þar eru enþá einhverjar góðar vikur lausar
Ávarp Stéttarfélags Vesturlands sem var flutt á baráttufundum í Borgarnesi og í Búðardal
Ágætu samkomugestir – gleðilegan baráttudag! Fyrir hönd stéttarfélaganna vil ég senda verkafólki um allan heim baráttukveðjur og taka undir kröfuna um jafrétti, frið og bræðralag öllu verkafólki til handa. Reyndar er krafan um frið nauðsylegri en oft áður þar sem við stöndum allt í einu á því herrans ári 2022, frammi fyrir ófriði í okkar nánasta umhverfi. Innrás Rússa í …
Hópuppsagnir fordæmdar
Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 28. apríl 2022 sem haldinn var í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a. Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands telur að stéttarfélög sem launagreiðendur, eigi að vera til fyrirmyndar og koma fram af lipurð og virðingu við starfsfólk sitt, á sama hátt og þau krefjast þess af öðrum launagreiðendum. Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands tekur undir fordæmingu forseta ASÍ …
Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands
Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a miðvikudaginn 4.maí kl 19:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt félagslögum Önnur mál Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá óvæntan glaðning Góðar veitingar í boði Félagar – Sýnum samstöðu, fjölmennum á aðalfundinn Stjórn Stéttarfélags Vesturlands
1.maí 2022 í Borgarnesi og Dalabyggð
1.maí hátíðar – og baráttufundur verður haldinn í Hjálmakletti Borgarnesi kl 11:00 Dagskrá: Hátíðin sett Söngur: Signý María Völundardóttir Nemendur úr tónlistarskóla Borgarfjarðar Ávarp Söngfjölskyldan úr Kveldúlfsgötunni, Theódóra, Olgeir Helgi og Sigríður Ásta Internasjónallinn Félögin bjóða samkomugestum í súpu og brauð að fundi loknum. Foreldrar og nemendur 9.bekkjar GB sjá um veitingar Kvikmyndasýning fyrir börn verður í Óðali kl 13:30, …
Aðalfundur deilda Stéttarfélags Vesturlands
Aðalfundur deilda Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn fimmtudaginn 28.apríl kl 19:00 í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a Fundurinn er jafnframt fundur trúnaðarráðs og samninganefndar félagsins. Deildirnar eru Iðnsveinadeild, Iðnaðar -mannvirkja og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga og þjónustudeild, Deild verslunar og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. dagskrá: Kynning á niðurstöðum úr gallup Könnun, Tómas Bjarnason kynnir Venjuleg aðalfundastörf deildanna Kröfugerð vegna …
Uppfærðir kauptaxtar vegna hagvaxtarauka
Í síðustu kjarasamningum var samið í fyrsta skipti um svokallaðan hagvaxtarauka sem tekur mið af stöðu hagkerfisins. Með þessu móti fær launafólk fasta krónutölu í launahækkun á mánaðarlaun sín ef ákveðinn hagvaxtarauki næst. Til þess að hagvaxtaraukinn virkist þarf hagvöxtur á mann að vera meiri en 1%. Fyrir árið 2021 hækkaði hagvöxtur á mann um 2,53% milli ára. Þar með …
Tímabundið skrifstofu og eftirlitsstarf í Borgarnesi – erum við að leita að þér?
Tímabundið skrifstofu og eftirlitsstarf í Borgarnesi Stéttarfélag Vesturlands auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu félagsins. Um er að ræða fullt sumarstarf (3-5 mánuðir eftir samkomulagi) Helstu verkefni: Almenn skrifstofustörf Aðstoð við vinnustaðaeftirlit Æskilegir kostir eru góð almenn undirstöðumenntun, hæfni í mannlegum samskiptum, rík þjónustulund og góð tungumálakunnátta. Nánari upplýsingar veita formaður félagsins, netfang: signy@stettvest.is og skrifstofustjóri, netfang: silja@stettvest.is. Síminn er …
Stjórnarkjör 2022
Ekki bárust nein mótframboð við lista trúnaðarráðs og telst því listinn sjálfkjörinn Eftirtaldir aðilar voru í framboði: Varaform.: Sigrún Reynisdóttir, Gerplustræti 19, 270 Mosfellsbæ, til 2ja ára Vararitari: Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Sunnubraut 3b, 370 Búðardal, til 2ja ára 2.meðstj.: Narfi Jónsson, Utandeild Deildartunga 1 a, 320 Reykholt, til 2ja ára Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands