Stjórn og trúnaðarráð boðað til áríðandi fundar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn og trúnaðarmannaráð Stéttarfélags Vesturlands er boðað til áríðandi fundar miðvikudaginn 19. janúar kl. 20:00, í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2 a í Borgarnesi. Trúnaðarmenn á vinnustöðum eru einnig boðaðir til fundarins. Tilefnið er vísun samninganefndar SGS á kjaradeilu sambandsins við SA til ríkissáttasemjara. Einnig verður fjallað um samræmda launastefnu og hvað hún felur í sér.  

Kjaradeilu SGS við SA vísað til ríkissáttasemjara

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands(SGS) f.h. aðildarfélaga sinna annarra en Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sem haldinn var í gær,  var samþykkt að vísa kjaradeilu SGS við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.   Að mati samninganefndarinnar hefur hægt miðað og því sé mikilvægt að þrýsta á um markvissari viðræður sem leiddar verði af ríkissáttasemjara ef …

Ríkisstjórnin sniðgengur kröfur ASÍ um lagabreytingar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Það blæs ekki byrlega varðandi samvinnu ríkisstjórnar og ASÍ fyrir komandi kjaraviðræður. Í síðustu viku kom í ljós að frumvarp sem hafði verið í smíðum í félagsmála-ráðuneytinu frá því í júní varðandi breytingar á lögum um atvinnu-leysistryggingar, og unnið var með aðkomu aðila vinnumarkaðarins, hafði tekið veigamiklum breytingum. Án nokkurs samráðs.   Upphaflega frumvarpið hafði það að markmiði að auka …

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Tilkynningar

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands lokar kl. 14:25 í dag mánudaginn 25. október vegna Kvennafrídagsins.  Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands lokar kl. 14:25 í dag mánudaginn 25. október vegna Kvennafrídagsins.  Stéttarfélag Vesturlands vill með því hvetja aðra atvinnurekendur á félagssvæði sínu til að gera slíkt hið sama. 

Félagsmenn: Til hamingju með Kvennafrídaginn!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

ASÍ og önnur samtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði hvetja félagsmenn aðildar-félaga sinna um allt land til virkrar þátttöku í viðburðum í tilefni Kvennafrídagsins, sem er í dag mánudaginn 25. október.   Í sameiginlegri yfirlýsingu samtakanna segir að samtök launafólks hafi frá upphafi barist fyrir bættum lífskjörum allra landsmanna, jöfnum rétti og jöfnum tækifærum á vinnumarkaði og þannig lagt sitt af …

Ályktanir opinbera sviðs SGS um niðurskurð o.fl.

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fundur sviðs starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum, sem eru innan SGS hélt fund til undirbúnings kjara-samninga sl. mánudag þar sem farið var yfir efnahagsstöðuna, kjaramálin og væntanlegan flutning á málefnum fatlaðra yfir til sveitarfélaganna, en kjarasamningarnir við ríki og sveitarfélög eru lausir 1. desember n.k.  Á fundinum voru m.a. samþykktar tvær ályktanir, annars vegar um málefni fatlaðra þar sem væntanlegum flutningi á …

Húsafell

Stéttarfélag Vesturlands Tilkynningar

Nú er orlofshúsið í Húsafelli laust næstu helgi.  Hví ekki að skella sér í haustlitaferð í náttúruparadísina í Húsafelli?    Nú er orlofshúsið í Húsafelli laust næstu helgi. Hví ekki að skella sér í haustlitaferð í náttúruparadísina í Húsafelli?  

Kynningarfundur í Símenntun

Stéttarfélag Vesturlands Tilkynningar

Kynningarfundur um námsleiðina: Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, þriðjudaginn 14. september kl. 18.30 í húsnæði Símenntunar, Bjarnarbraut 8. Látið ykkur ekki vanta á þennan fróðlega fund! Kynningarfundur um námsleiðina: Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, þriðjudaginn 14. september kl. 18.30 í húsnæði Símenntunar, Bjarnarbraut 8. Látið ykkur ekki vanta á þennan fróðlega fund!  

Vinnustaðaeftirlit og vinnustaðaskírteini

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þann 15. ágúst sl. tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Vinnustaðaskírteinum er ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði en mikilvægt er að öll fyrirtæki sitji við sama borð og fylgi settum reglum.Næstu þrjá mánuði munu eftirlitsfulltrúar veita atvinnurekendum sem samkomulagið nær til leiðbeiningar um innleiðingu vinnustaðaskírteina. SA og ASÍ hvetja …