Póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn Stéttarfélags Vesturlands hefur tekið ákvörðun um að viðhafa póstatkvæðagreiðslu um kjarasamninga LÍV, Samiðnar og SGS sem undirritaðir voru þann 5. maí síðastliðinn. Kjörgögn hafa verið sett í póst til þeirra félagsmanna sem eru á kjörskrá Stéttarfélags Vesturlands. Allir sem vinna eftir umræddum samningum og eiga aðild að Stéttarfélagi Vesturlands eiga rétt á að greiða atkvæði um samninginn. Akvæði þurfa að hafa borist skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands á Sæunnargötu 2a í Borgarnesi fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 24. maí nk. Hafi einhverjir félagsmenn ekki fengið kjörgögn en telja sig eiga rétt á að greiða atkvæði er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands í s: 430 0430.


Hér er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um kjarasamningana:


 


Bæklingur um kjarasamning SGS og SA á íslensku, ensku og pólsku. In english. W języku polskim.


 


Kjarasamningur LÍV og SA


 


Kjarasamningur Samiðnar og SA



Helstu atriði nýs kjarasamnings


 


Yfirlýsing ríkisstjórnar vegna kjarasamninga

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei