Stjórn Orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands hefur samþykkt að framlengja umsóknarfrest um sumarhúsin í sumar til 4.maí og úthlutun fer fram e.h. þann 5. maí. Félagar hafa svo til 20. maí að greiða. Frá 21. maí gildir svo reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Eins og áður hefur komið fram verða skiptidagar hjá félaginu í sumar á miðvikudögum. Þá vill stjórn orlofssjóðs einnig …
Tilkynning frá stjórn Sameignarfélags Ölfusborga
Stjórn Sameignarfélags Ölfulborga hefur ákveðið að loka orlofsbyggðinni fyrir dvöl og allri umferð frá og með mánudeginum 6. apríl nk til 30. apríl. Þetta er gert vegna tilmæla Almannavarna og Landlæknis í baráttunni við Covid-19 veiruna. Spár sérfræðinga gera ráð fyrir því að faraldurinn verði í hámarki um og eftir páskana og því telur stjórnin ábyrgt að grípa til þessara …
Tilkynning frá stjórn Orlofssjóðs Stétt Vest
Stjórn Orlofssjóðs Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að slaka á reglum um endurgreiðslur vegna orlofshúsa, meðan á aðgerðum vegna Covid 19 standa yfir. Við höfum tekið húsin almennt úr leigu virka daga, þannig að nokkrir dagar séu alltaf á milli þess sem nýjir leigjendur fara inn í húsin. Ef þið hafið bókað hjá okkur hús eða íbúð og viljið hætta við …
Fréttatilkynning frá Landsmennt
Landsmennt fræðslusjóður Samtaka atvinnnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni býður einstaklingum og fyrirtækum að sækja námskeið þeim að kostnaðarlausu. Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs ákveðið bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu. Einnig mun sjóðurinn rýmka úthlutunarreglur sjóðsins sem taka til námskeiða sem ekki …
Hlutabætur / Partial unemployment benefits / Zasiłek wyrównawczy – english and polish below
Hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli Samkomulag um lækkun starfshlutfalls 2020_lok_2 Markmiðið er að fyrirtæki haldi starfsfólki í starfi eins og kostur er frekar en að það komi til uppsagna. Viðhald ráðningarsambandsins er verðmætt fyrir launafólk og fyrirtæki. Mikilvægt er að verja launafólk vegna tímabundins samdráttar í atvinnulífinu þannig að einstaklingar verði fyrir sem minnstum skaða, bæði fjárhagslegum og félagslegum. Forsenda …
COVID 19 – ýmsar upplýsingar
ASÍ hefur tekið saman gagnlegar upplýsingar sem má nálgast hér
Sumarhús og sóttvarnir
Við viljum biðja félagsmenn okkar að gæta sérstaklega vel að hreinlæti þegar þeir skila bústöðunum af sér. Ekki síður er ástæða til þess fyrir leigendur að yfirfara snertifleti s.s. hurðarhúna, borðfleti, slökkvara og ýmis handföng, þegar þeir koma í húsin. Við þurfum öll að gæta að almennu hreinlæti og hjálpast að við þetta verkefni. Við höfum komið hreinsiefnum í bústaðina …
Hlutabætur – ábending frá ASÍ
Kæru félagsmenn Alþýðusambandið leggur ríka áherslu á að launafólk gangi ekki frá neinum samningum við atvinnurekendur um skerðingu á starfshlutfalli fyrr lögin og efni þeirra liggur fyrir og styðjist þá við samningsform og leiðbeiningar sem ASÍ hefur gefið út. Hér er hægt að lesa meira um hlutabætur eins og málið er statt í dag – frekari frétta er að vænta …
Rafræn kosning um kjarasamning SGS og ríkisins
Nú er allt að verða til reiðu fyrir kosningar um kjarasamning SGS og ríkið hér má nálgast allt kynningarefni: https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-rikisins-2019-2023/ Einnig má sjá kynningarmyndband hér: https://www.youtube.com/watch?time_continue=13&v=FD9ReT_SA1g&feature=emb_logo Kynningarbæklingur er í prentun og er síðan sendur á alla þá sem eru á kjörskrá með pósti. Kosningin hefst kl. 12:00 á morgun 19. mars og lýkur fimmtudaginn 26. mars kl. 16:00 – hér …
Aðgerðir vegna samdráttar á vinnumarkaði – english and polish below
Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum vinnumarkaði eftir að lýst hefur verið yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar. Nú þegar hefur orðið mikill samdráttur í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum og stöðugt berast upplýsingar um aðgerðir erlendis frá sem leiða til frekari samdráttar. Hér er um fordæmalausar og tímabundnar aðstæður á vinnumarkaði að ræða sem mikilvægt er að bregðast hratt við af festu …