Fræðsluátak vegna Covid 19 framlengt til 1.júní 2021

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Átakið tók gildi 15.mars 2020 og var síðast með gildistíma til 1. apríl 2021.  Nú hefur verið ákveðið að framlengja átakið til 1. júní 2021 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru eða hefjast innan þessa sama tímaramma. Nánari útfærsla á átaksverkefninu: Samningar við fræðsluaðila; Gerðir voru samningar við fræðsluaðila sem bjóða upp á vefnám/fjarnám (einnig staðbundið þegar það er …

Stjórnarkjör 2021

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára:formann, ritara og 1. meðstjórnanda.. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2021, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, merkt formanni kjörstjórnar, Eygló Lind Egilsdóttur, fyrir kl. …

Félagsmálaskóli alþýðu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af ASÍ og BSRB. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks. Netfang: fraedsla@asi.is Vefsíða: www.felagsmalaskoli.is Félagsmálaskólinn býður reglulega upp á námskeið fyrir starfsfólk stéttarfélaga, trúnaðarmenn og stjórnarmenn þar sem lögð er áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er …

Launahækkun 2021 og kjarabætur sem tóku gildi um áramót

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Endilega kynnið ykkur þær kjarabætur sem tóku gildi um áramót hér    Samkvæmt kjarasamningum SGS og SA hækka kauptaxtar um 24 þús. kr. en almenn hækkun mánaðarlauna er 15.750 kr. frá og með 1. janúar 2021. Starfsmenn í hlutastarfi fá hlutfallslega hækkun. Yfirlit yfir launahækkanir frá árinu 2021: Kjarasamningur á almennum vinnumarkaði  1. janúar til 31. desember 2021 …

FÉLAGSMANNASJÓÐUR

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa hjá eða hættu störfum hjá sveitarfélögum á síðasta ári, ATHUGIÐ! Allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk.  Til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist vinsamlegast fyllið út þetta rafræna …

Dagbækur og nýjir styrkir

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagar Við vildum segja ykkur frá því að dagbækurnar okkar sívinsælu eru komnar í hús – endilega sækið ykkur eintak Þá erum við líka að vinna í því að setja inn uppfærðar bótareglur fyrir árið 2021 og þar má til dæmis nefna að líkamsræktarstyrkurinn hefur verið hækkaður upp í 30 þúsund og á árinu 2021 er líka hægt að …

Hvalur hf. greiðir í samræmi við dóm Landsréttar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands eins og nokkur önnur stéttarfélög starfsmanna í Hvalsstöðinni í Hvalfirði, höfðaði mál á hendur Hvali hf. vegna vanefnda Hvals á ráðningarsamningum starfsmanna og í einhverjum tilfellum fleiri brota á kjarasamningum. Dómur féll í Landsrétti í lok október sl.  og nú munu  þeir starfsmenn sem fóru í mál, eða fólu félögunum umboð til að höfða mál fyrir sína hönd …

Styrkir fyrir áramótin – áminning

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagar Við minnum á að við greiðum út styrki næst 18.desember og 30.desember úr menntasjóðum, sjúkrasjóði og orlofssjóði – munið að margar styrkupphæðir endurnýjast um áramót Endilega nýta endurgreiðslu á hótelgistingu ef þið hafið ekki gert það nú þegar Umsóknir um styrki sem berast eftir 28. desember verða greiddir út 15. janúar og færast á árið 2021. Dagpeningar vegna …

Afgreiðslur úr sjóðum í desember

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsmenn athugið  Styrkir úr Sjúkrasjóði Stéttarfélags Vesturlands og fræslusjóðum í desember verða greiddir 4. des. 18. des og 30. desember. Umsóknir um styrki sem berast eftir 28. desember verða greiddir út 15. janúar og færast á árið 2021. Við minnum á að margar styrkupphæðir endurnýjast um áramót. Dagpeningar vegna desember verða greiddir 23. desember. Umsóknir og gögn vegna þeirra þurfa …