Launakönnun Gallup og Flóans 2017, fékkst þú bréf?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Launakönnun Gallup 2017 þátttakendur smelli hér til að taka þátt.   Stéttarfélag Vesturlands er þátttakandi í launakönnun Gallup sem  Efling, Hlíf og Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur hafa staðið fyrir í fjölmörg ár. Þetta er stutt könnun um kjör, viðhorf og starfsaðstæður félagsmanna.   Við hvetjum eindregið þá félagsmenn sem hafa fengið lykilorð í pósti að taka þátt!!    

Stétt Vest og MB endurnýja samning um forvarnir!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Menntaskóli Borgarfjarðar hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk allt að fjórum sálfræðitímum á skólaárinu 2017-2018. MB greiðir fyrsta tímann og Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands næstu þrjá, að hámarki.Stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands vill koma til móts við ungt fólk sem þarf á stuðningi að halda vegna …

Síðsumar í sumarbústöðum getur verið ljúft.

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Allir sumarbústaðir félagsins eru lausir frá 18. ágúst. Útleigan hefur verið mikil í sumar en svo er eins og allir ætli að sinna skólastarfi /eða öðrum verkum heimafyrir eftir 18 ágúst. Vikuleiga er til 1. sept. eftir það er hægt að fá helgarleigur.   

Tímamótabreyting í lífeyrissjóðakerfinu 1. júlí 2017

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Iðgjald atvinnurekenda í lífeyrissjóði fólks á almennum vinnumarkaði hækkar um 1,5% 1. júlí 2017 í samræmi við ákvæði kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá því í janúar 2016. Mestum tíðindum sætir samt að á sama tíma tekur væntanlega gildi breyting sem felur í sér að sjóðfélagar geti valið að setja allt að 3,5% skylduiðgjalds í lífeyrissjóði í séreignarsparnað. Til …

Sumarleiga orlofshúsa – lausar vikur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Við þökkum fyrir móttökurnar í orlofshúsin okkar í sumar nú er nánast allt að verða uppbókað ein vika laus í Kiðárskógi 10 þann 16.-23. júní og síðan er laust í öll orlofshúsin bæði vikuna 18. til 23. ágúst og 23. ágúst til 1.september.  

ASÍ-UNG á Facebook – endilega like-ið

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

  ASÍ-UNG hefur komið af stað facebook síðu.  ASÍ-UNG er vettvangur ungs fólks, á aldrinum 16-35 ára, innan aðildarfélaga ASÍ.  Helsti tilgangur ASÍ-UNG er að kynna ungu fólki á vinnumarkaði réttindi sín og skyldur,  starfsemi og uppbyggingu stéttarfélaganna sem og að gæta þess að málefni ungs fólks séu alltaf á dagskrá Alþýðusambands Íslands. Við hvetjum félagsmenn til þess að fylgjast …

Nýr kjarasamningur við Elkem

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Lokið hefur verið við gerð kjarasamnings vegna Elkem Ísland ehf. fyrir hönd félagsmanna í Stéttarfélagi Vesturlands. Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu á næstu dögum. Kjarasamningurinn er á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Félags iðn og tækingreina, Rafiðnaðarsambands Íslands, Stéttarfélags Vesturlands, Verkalýðsfélags Akraness og VR hinsvegar.    

Okkur vantar starfsmann sem fyrst – ert þú sá rétti?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

  Stéttarfélagi Vesturlands vantar sem fyrst starfsmann á skrifstofu félagsins í Borgarnesi. Um er að ræða fullt starf í sex mánuði.   Helstu verkefni: Félags-, fjárhags- og viðskiptamannabókhald. Ýmis konar afgreiðslustörf. Símsvörun.   Æskilegir kostir eru góð almenn undirstöðumenntun, bókhaldskunnátta – helst þekking á DK – hugbúnaði, hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund   Nánari upplýsingar veita formaður félagsins, …

Takk fyrir komuna á baráttufundi okkar 1.maí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Við þökkum fyrir komuna á hátíðarhöldin okkar 1.maí bæði í Ræðumaður dagsins í Búðardal Eiríkur Þór TheodórssonHjálmakletti og í Búðardal. Við þökkum þeim fyrir sem fram komu, dagskráin var til fyrirmyndar og allir stóðu sig með stakri prýði.   Þá þökkum við einnig nemendum í 9.bekk Grunnskólans í Borgarnesi fyrir veitingarnar sem slógu í gegn.   Ræður dagsins er hægt að sjá hér …