Þú getur nálgast dagskrána í Borgarnesi hér Þú getur nálgast dagskrána í Búðardal hér Stéttarfélag Vesturlands hvetur félagsmenn sýna til að taka þátt í hátíðar og baráttu fundum í Hjálmakletti og Dalabúð.
SGS samningur við ríkið samþykktur!
Talin hafa verið atkvæði vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs við Starfsgreinasambands Íslands. Samkomulagið var undirritað 1. apríl síðastliðinn og félagar greiddu atkvæði um samkomulagið í póstatkvæðagreiðslu. Samningurinn var samþykktur með 71,5% atkvæða en kjörsókn var 30%. Í samkomulaginu felst launahækkun um að lágmarki 8.000 krónur fyrir fullt starf á mánuði. Greidd verður …
Kynningarfundur um raunfærnimat þann 14. apríl
Næsta mánudag kl. 17.30 verður haldinn kynningarfundur um raunfærnimat í húsakynnum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands á Akranesi. Fundurinn er öllum opinn og vonumst við eftir þátttöku sem flestra. Þú getur kynnt þér raunfærimat hér
Kynningarefni vegna samkomulags SGS við Ríkið
Starfsgreinasambandið hefur útbúið kynningarefni í framhaldi af undirritun samkomulags SGS við ríkið frá 1. apríl sl. Í kynningarefninu má m.a. finna upplýsingar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar, helstu atriði samkomulagsins og nýjar launatöflur. Upplýsingarnar eru á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku Nálgast má glærusýningu hér. Hér má nálgast kynningarbækling.
SGS undirritar samkomulag við Ríkið
Á níunda tímanum á þriðjudagskvöld undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýtt samkomulag við ríkið. Um er að ræða samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila og mun fyrri samningur framlengjast frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. Helstu atriði samkomulagsins eru þau að laun í launaflokki 1-10 hækka um 9.750 kr. en laun í launaflokki 11 og ofar hækka um …
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands
Við minnum félagsmenn á aðalfund deilda sem fram fer í kvöld kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla- flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Dagskrá: 1. Bifrastarrektor á bjartsýnum nótum. Vilhjálmur Egilsson rektor ræðir um tækifæri í héraðinu. Spurningar og umræður. 2. Kaffihlé 3. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna …
Orlofsblað Stéttvest 2014 komið út!
Nú ætti orlofsblað Stéttarfélagsins að vera að detta inn um bréfalúgur félagsmanna. Kennir þar ýmissa grasa í framboði orlofskosta fyrir sumarið 2014. Hægt er að skoða blaðið hér á vefnum, á pdf sniði með Acrobat Reader forritinu, með því að smella á myndina. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublað á pdf sniði hér.
Sáttatillagan samþykkt með 78,3% atkvæða!
Niðurstaða vegna atkvæðagreiðslu um sáttatillögu ríkissáttasemjara sem undirrituð var 21. febrúar sl. vegna kjaradeilu Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn nær til þeirra félagsmanna sem starfa á almennum markaði, eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands.Á kjörskrá hjá Stéttarfélagi Vesturlands voru 420, 92 kusu eða 21,9%. Já sögðu 72 eða 78,3%, nei sögðu 20 eða 21,7%.Niðurstaðan er því sú að sáttatillagan var samþykkt …
Allt að 218% verðmunur á appelsínum!
Verslunin Bónus í Reykjanesbæ var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 13 verslunum víðsvegar um landið þann 25. febrúar, en farið var í lágvöruverðsverslanir, stórmarkaði sem og klukkubúðir. Hæsta verðið var oftast að finna í klukkubúðinni 10/11 Akureyri eða í meira en helmingi tilvika. Verðmunurinn á hæsta og lægsta verði vöru í könnuninni var frá 9% …
Atkvæðagreiðslu lýkur að morgni 7. mars!
Kjörgögn hafa verið send út til þeirra félagsmanna sem vinna eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Sá samningur var felldur í atkvæðagreiðslu og er nú verið að greiða atkvæði um tillögu ríkissáttasemjara til lausnar á deilunni. Hægt er að nálgast kynningu á sáttatillögunni hér og kynningu á samningnum hér. Kynningarfundur um samninginn verður nk. mánudag kl. 20:00 í fundarsal félagsins …