Félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands athugið Opinn fundur trúnaðarráðs verður haldinn kl. 20:00 miðvikudaginn 29. september í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Fundarefni: Kjör 3ja manna uppstillingarnefndar samkvæmt félagslögum Kjör fulltrúa á rafrænt þing LÍV, 32. Þing haldið 14. okt. Staða kjarasamninga Önnur mál Formaður
Breytt verð, bætt þjónusta en verri almenn umgengni
Umsjónarmenn sumarbústaða félagsins segja að á haustin þegar félögin hætta að hafa vikuleigu sem skilyrði, þá versni umgengnin. Við viljum hvetja félagsmenn okkar til að ganga vel um sumarhúsin, sem eru okkar sameign. Félagsmaður sem dvelur helgi í bústað eða t.d. þrjá daga í miðri viku þarf jafnt að skúra, skrúbba og sá sem dvaldi í viku. Umsjónarmenn hafa þá …
Laun í sóttkví
Markmið laga um tímabundnar greiðslur launa til einstaklinga í sóttkví er að launafólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni þegar það fylgir fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví. Meginreglan er sú að atvinnurekendi greiðir starfsmanni sem sætir sóttkví laun en ríkið endurgreiðir atvinnurekandanum kostnaðinn fyrir utan launatengd gjöld. Við sérstakar kringumstæður, eins og verktöku eða verkefnastörf, …
Haust í sumarhúsi
Kæru félagar Við erum búin að opna fyrir leigu í orlofshúsum okkar fyrir september og október – endilega kíkið á það hér og tryggið ykkur hausthelgi í bústað. Nú eru framkvæmdir í íbúðinni okkar í Ásholti á lokastigi en hún hefur verið í smá yfirhalningu á baðherbergi og fleira. Við höfum því opnað fyrir leigu þar í september og október …
Fyrstur kemur – fyrstur fær
Kæru félagar nú hefur verið opnað fyrir fyrstur kemur fyrstur fær í orlofshúsin okkar í sumar. Það eru þær vikur sem ekki leigðust út í úthlutun. Það sem er laust er: Kiðárskógur 10 Húsafelli 25.ágúst-1.sept Ölfusborgir 18.-25.ágúst Íbúðin okkar í Ásholti Reykjavík er í smá yfirhalningu og verður opnað fyrir leigu í hana þegar hún er tilbúin aftur. Stefnt er …
Sumarlokun hjá Stéttarfélagi Vesturlands
Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með fimmtudeginum 29. júlí til og með föstudagsins 6. ágúst. Opnað verður aftur kl. 08:00 mánudaginn 9. ágúst. Sjúkradagpeningar verða greiddir föstudaginn 30. júlí en öll vottorð og gögn vegna umsókna verða að berast í síðasta lagi fyrir kl. 15:00 föstudaginn 23. júlí. Styrkir úr Sjúkrasjóði, Fræðslusjóðum og Orlofssjóði voru greiddir …
Kjarasamningur við Elkem Ísland samþykktur
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning sem Stéttarfélag Vesturlands ásamt öðrum stéttarfélögum gera við Elkem Ísland á Grundartanga er lokið. Þátttaka í atkvæðagreiðslu var tæp 72% og var samningurinn samþykktur með rétt tæpum 60% greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 103 Þeir sem kusu voru 74 eða 71,84% Af þeim sem kusu sögðu 44 já eða 59,46% Af þeim sem kusu sögðu 29 nei …
Kosningar um nýgerðan kjarasamning við Elkem Ísland
Kosningar um nýgerðan kjarasamning við Elkem Ísland hefjast klukkan 12:00 þriðjudaginn 25. maí og standa yfir til klukkan 12:00 2. júní Hægt er að kjósa hér
Kjarasamningur undirritaður við Elkem Ísland ehf.
Þann 18. maí undirituðu fimm stéttarfélög kjarasamning við Elkem Ísland. Þetta eru Stéttarfélag Vesturlands, Fit, RSÍ, VR og VLFA. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2021 og til 31.12.2022, en getur verið framlengdur allt til ársloka 2024. Samningurinn felur í sér launahækkun 1. jan. 21 um 5,8% og aftur 5,8% 1. jan. 22. Samið er um endurskoðun á bónuskerfum og getur …
Útilegukort, Veiðikort og niðurgreiðsla vegna gistingar
Kæru félagsmenn Við minnum á að einungis er hægt að kaupa Veiðikortið og Útilegukortið í gegnum síðuna okkar. Til að komast inn á síðuna er hægt að ýta hér Kortin eru svo send heim til viðkomandi – einfaldara gæti það ekki verið. Verð: Útilegukort: 14000.- Veiðikort: 5000.- Þá minnum við einnig á niðurgreidda hótelgistingu 50% pr. nótt kr. 7.000 að …