Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands hafa gert með sér kjarasamning um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Sá samningur sem nú er í gildi var undirritaður 12. september 2011 og gildir frá 1. Júní það ár og til 31. Janúar 2014.Vert er að hafa í huga að gildir kjarasamningar hafa lagalegt gildi sem lámarkslaun í þeim störfum …
Hvaða samningar gilda í ferðaþjónustunni?
Að gefnu tilefni vill félagið benda félagsmönnum sem vinna á gististöðum og veitingahúsum á nokkur atriði: • Þeir sem verða 16 og 17 ára á árinu eiga strax að fá greitt miðað við 16 og 17 ára taxta, en hjá 18 ára er miðað við afmælisdaginn. • 22 ára lífaldur jafngildir starfsaldri eftir eitt ár. •Vaktir skulu skipulagðar og …
Öll sumarhús leigð til 17. ágúst
Sumarbústaðir félagsins og íbúðin á Akureyri eru nú leigð fram á haust, nema hvað laust er á Illugastöðum í Fnjóskadal eftir 17. ágúst og Ölfusborgir eru lausar frá 24. ágúst.
Laust í Furulundinum 3.-10. ágúst
Leigður Af óviðráðanlegum ástæðum var að losna vika í Furulundinum á Akureyri. Um er að ræða verslunarmannahelgar vikuna, frá 3. til 10. ágúst. Fyrstur kemur fyrstur fær! Vikan 10.-17. ágúst losnaði fyrir hádegi föstudaginn 13. júlí og gekk út samdægurs, en verslunarmannahelgin virðist ekki vera jafn áhugaverð!
Oft helmings verðmunur á ýmsum vörum í apótekum
Oft er helmings verðmunur á hinum ýmsu vörum sem seldar eru í apótekum. Fyrr í vikunni kynnti verðlagseftirlit ASÍ niðurstöðu úr verðkönnun á lausasölulyfjum seldum í apótekum. Nú er birt niðurstaða úr sömu könnun en sjónum beint að öðrum vörum sem seldar eru í apótekum. Lyf og heilsa á Selfossi var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð …
Garðs Apótek oftast með lægsta verð á lausasölulyfjum
Garðs Apótek við Sogaveg var oftast með lægsta verðið á lausasölulyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í apótekum mánudaginn 18. júní. Lyfjaborg Borgartúni var oftast með hæsta verðið í könnuninni. Verðmunur á lausasölulyfjum var frá 23% upp í 71% en í flestum tilvikum var fjórðungs til helmings verðmunur. Verðlagseftirlitið vill hvetja neytendur til að spyrja um samheitalyf, sem gætu verið …
Lausar vikur í orlofshúsum í sumar
Enn eru nokkrar vikur lausar í orlofshúsum Stéttarfélags Vesturlands í sumar. Nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, hægt er að nálgast pdf skjal með upplýsingum um lausar vikur hér. Hafðu samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is til að festa þér viku í orlofshúsi eða íbúð í sumar.
Gistimiðar sem gilda hjá Edduhótelunum.
Félagsmenn geta keypt gistimiða sem gilda í tveggja manna herbergi hjá Edduhótelunum 12 sem rekin eru vítt og breitt um landið. Félagsmenn verða sjálfir að bóka gistinguna og þurfa að gæta að númerum á miðunum þegar bókað er og greitt. Hver gistimiði verður seldur á kr. 5.000 og gildir þá fyrir tveggja manna herbergi með handlaug og hægt er að …
Fjölskyldudagur Stéttarfélags Vesturlands
Stéttarfélag Vesturlands efnir til Fjölskyldudags laugardaginn 19. júní nk. Farið verður frá Alþýðuhúsinu í Borgarnesi kl. 10:30 og stefnan tekin á Húsafell þar sem ætlunin er að skemmta okkur saman við leiki og grilla pylsur. Að því loknu munum við fara niður að Háafelli í Hvítársíðu þar sem við fáum að sjá geitur, kiðlinga o.fl. Áætluð koma í Borgarnes er um kl. 17:30 Verðinu er …
1. maí hátíðahöld í Borgarnesi og Búðardal
Borgarnes 1. maí hátíðarhöldin í Borgarnesi verða í Hótel Borgarness oghefjast kl. 14.00 Dagskrá: 1. Hátíðin sett: Sjöfn Elísa Albertsdóttir skrifstofustjóri Stéttarfélags Vesturlands2. Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur3. Ræða dagsins: Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans að Bifröst4. Uppsveitin tekur lagið 5. Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Borgarfjarðar 6. Freyjukórinn, stjórnandi Zsuzsanna Budai7. Internasjónalinn Kynnir verður Sjöfn Elísa Albertsdóttir Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Einnig verður …