Enn eru nokkrar vikur lausar í orlofshúsum Stéttarfélags Vesturlands í sumar. Nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, hægt er að nálgast pdf skjal með upplýsingum um lausar vikur hér. Hafðu samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is til að festa þér viku í orlofshúsi eða íbúð í sumar.
Gistimiðar sem gilda hjá Edduhótelunum.
Félagsmenn geta keypt gistimiða sem gilda í tveggja manna herbergi hjá Edduhótelunum 12 sem rekin eru vítt og breitt um landið. Félagsmenn verða sjálfir að bóka gistinguna og þurfa að gæta að númerum á miðunum þegar bókað er og greitt. Hver gistimiði verður seldur á kr. 5.000 og gildir þá fyrir tveggja manna herbergi með handlaug og hægt er að …
Fjölskyldudagur Stéttarfélags Vesturlands
Stéttarfélag Vesturlands efnir til Fjölskyldudags laugardaginn 19. júní nk. Farið verður frá Alþýðuhúsinu í Borgarnesi kl. 10:30 og stefnan tekin á Húsafell þar sem ætlunin er að skemmta okkur saman við leiki og grilla pylsur. Að því loknu munum við fara niður að Háafelli í Hvítársíðu þar sem við fáum að sjá geitur, kiðlinga o.fl. Áætluð koma í Borgarnes er um kl. 17:30 Verðinu er …
1. maí hátíðahöld í Borgarnesi og Búðardal
Borgarnes 1. maí hátíðarhöldin í Borgarnesi verða í Hótel Borgarness oghefjast kl. 14.00 Dagskrá: 1. Hátíðin sett: Sjöfn Elísa Albertsdóttir skrifstofustjóri Stéttarfélags Vesturlands2. Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur3. Ræða dagsins: Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans að Bifröst4. Uppsveitin tekur lagið 5. Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Borgarfjarðar 6. Freyjukórinn, stjórnandi Zsuzsanna Budai7. Internasjónalinn Kynnir verður Sjöfn Elísa Albertsdóttir Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Einnig verður …
Aðalfundur 26. apríl í Alþýðuhúsinu
Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2 a, Borgarnesi fimmtudaginn 26.apríl 2012, kl. 20:00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum2. Breytingar á lögum og reglugerðum3. Kjör fulltrúa á aðalfund Festu lífeyrissjóðs4. Önnur mál Verður heppnin með þér í ár? Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá óvæntan glaðnig. Glæsilegar veitingar. Félagar: Sýnum samstöðu, fjölmennum á aðalfundinn! Stjórn Stéttarfélags Vesturlands …
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands
Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir fimmtudaginn 29. mars kl. 20.00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna2. Fræðsluerindi – Styrkjum starfsandannÁsgeir Jónsson frá ráðgjafarfyrirtækinu Takmarkalaust líf ehf heldur fræðsluerindið að þessu sinni. Ásgeir stofnaði …
Íbúðin að Ásholti í Reykjavík laus vegna forfalla
Orlofsíbúð Stéttarfélags Vesturlands að Ásholti 2 í Reykjavík er laus frá 13. – 15. apríl nk. vegna forfalla.Helgin er aðeins leigð í einu lagi. Áhugasamir snúi sér til skrifstofu félagsins í síma 430 0430 eða sendi tölvupóst á stettvest@stettvest.is
Orlofsblað Stéttarfélags Vesturlands 2012
Stéttarfélag Vesturlands gaf út orlofsblaðið 2012 fyrir helgina. Blaðið er borið út á öll heimili á félagssvæðinu og á þá félagsmenn sem búa utan svæðis. Hægt er að nálgast eintak af blaðinu með því að smella á myndina. Einnig er hægt að nálgast eintak af umsóknareyðublaðinu með því að smella hér. Athugið að skila þarf umsóknum á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands að Sæunnargötu …
Laust í Ölfusborgum um helgina v. forfalla
Orlofshús Stéttarfélagsins í Ölfusborgum er laust um helgina vegna forfalla. Hafið samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða með tölvupósti á stettvest@stettvest.is Fyrstur kemur fyrstur fær!
Auglýst eftir framboðum til stjórnarkjörs
Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára: varaformann, vararitara og 2. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2012, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Sæunnargötu 2a Borgarnesi, beint til formanns kjörstjórnar, Guðrúnar Helgu Andrésdóttur, fyrir kl. …