Félagsfundur um lífeyrismál í Alþýðuhúsinu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands boðar til fundar um lífeyrismál fimmtudaginn 23. feb. kl. 20:30í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, Borgarnesi. Mikil umræða hefur orðið um stöðu og starfsemi lífeyrissjóða eftir að skýrsla um starfsemi þeirra kom út. Eins og oft vill verða í umræðum manna á meðal sýnist þar sitt hverjum og oft eru uppi fullyrðingar sem ekki eru á rökum reistar og stundum er …

Fundaröð ASÍ aðgengileg á netinu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú er hægt að nálgast alla fundaröð ASÍ um gjaldeyris-, húsnæðislána- og vaxtamál á vef ASÍ.   Síðasti fundur sem ASÍ hélt var undir yfirskriftinni „Hvað getum við lært af Dönum? Hvernig má lækka húsnæðisvexti heimilanna?“  Morgunverðarfundinn má sjá með því að smella hér.    

Samningum ekki sagt upp – laun hækka 1. febrúar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Frétt af vef ASÍ: Yfirlýsing samninganefndar ASÍ vegna endurskoðunar kjarasamningaSamninganefnd ASÍ hefur í dag ákveðið að segja ekki upp gildandi kjarasamningum þrátt fyrir vanefndir stjórnvalda á þeim fyrirheitum sem gefin voru við gerð þeirra. Ljóst er að mikill meirhluti aðildarfélaga Alþýðusambandsins telur að mikil verðmæti liggi í þeim launahækkunum sem kjarasamningarnir tryggja og að ekki sé forsvaranlegt að grípa til uppsagna …

Megn óánægja með framkomu stjórnvalda

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn og trúnaðarmannaráð Stéttarfélags Vesturlands hélt fund í gærkveldi um forsendur kjarasamninga á almennum markaði.  Farið var yfir þau efnisatriði er snúa að samskiptum við atvinnurekendur og þar hafa hlutirnir gengið þannig fyrir sig að ekki eru talin efni til viðbragða.Þegar yfirlýsing ríkistjórnarinnar sem fylgdi samningunum og er ein af forsendum samningsins er skoðuð, er fátt sem hægt er að …

Íbúðin í Reykjavík laus um helgina

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Íbúð Stéttarfélagsins í Ásholti 2 í Reykjavík er laus nú um helgina. Fyrstur kemur fyrstur fær! Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða á tölvupóstfangið stettvest@stettvest.is    

Fyrirlestrar frá morgunverðarfundi ASÍ

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fyrirlestrarnir á morgunverðarfundi ASÍ um gjaldmiðilsmál frá sl. þriðjudegi eru nú aðgengilegir hér á heimasíðunni. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ: Agaleysi, óstöðugur gjaldmiðill, háir vextir og sveiflur í kaupmætti Friðrik Már Baldursson forseti viðskiptadeildar HR: Munurinn á því að taka upp gjaldmiðil einhliða eða taka upp evru með aðild að ESB. Ragnar Árnason: Kostir sveigjanlegs gjaldmiðils við hagstjórn. Fyrirspurnir.  

Áríðandi fundur fimmtudaginn 12. janúar um kjaramál!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands boðar félagsmenn sína til fundar fimmtudaginn 12. janúar kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a í Borgarnesi.Hver er staðan varðandi endurskoðun kjarasamninga? Eru forsendur brostnar?Trúnaðarráð félagsins og trúnaðarmenn á vinnustöðum eru sérstaklega boðaðir á fundinn en hann er jafnframt opinn almennum félagsmönnum.Samninganefnd Alþýðusambands Íslands þarf að hafa ákveðið fyrir kl. 16:00 þann 20. janúar hvort núgildandi kjarasamningum, sem byggja …

Morgunverðarfundur ASÍ á morgun

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þriðjudaginn 10. janúar stendur Alþýðusamband Íslands fyrir morgunverðarfundi um gjaldmiðilsmál. Yfirskrift fundarins er Íslenska krónan – bölvun eða blessun. Haldin verða fjögur stutt erindi og að þeim loknum verður opnað fyrir umræður. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 8-10. Fundurinn er öllum opinn. Dagskrá fundarins má sjá hér.  

Fundað um forsendur kjarasamninga á næstunni

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Formenn félaga innan ASÍ komu saman til fundar fimmtudaginn 5. janúar til að ræða forsendur kjarasamninga en fyrri endurskoðun kjarasamninganna á að vera lokið 20. janúar. Efnahagslegar forsendur standast ágætlega en þegar kemur að loforðum ríkisstjórnarinnar sem sett voru fram í sérstakri yfirlýsingu 5. maí í tengslum við gerð kjarasamningana stendur varla steinn yfir steini. Hörð gagnrýni kom fram á …