Fréttabréf Stéttarfélags Vesturlands sent út í dag

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Fréttabréf Stéttarfélags Vesturlands fyrir þessi jól kemur úr prentun í dag og verður sent á öll heimili á félagssvæðinu og einnig til þeirra félagsmanna sem búa utan félagssvæðisins. Fréttabréfið er aðgengilegt hér á síðunni með því að smella á myndina.  

Ályktun stjórnar Stéttarfélags Vesturlands frá 15.12.’11

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn Stéttarfélags Vesturlands lýsir eftir efndum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á loforðum um að verja velferðina í landinu. Þess er krafist að oddvitar ríkisstjórnarinnar standi við gerða samninga við verkalýðshreyfinguna frá því í vor. Ein meginforsenda þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru 5. maí 2011 eru loforð um aðgerðir ríkissjóðs til að bæta kjör atvinnulausra, aldraðra og öryrkja, þau loforð virðast nú …

Hvað kostar krónan heimilin í landinu?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

ASÍ hélt opinn fund um vaxtamál þann 8. desember sl. á Grand Hótel undir yfirskriftinni: Hvað kostar krónan heimilin í landinu?  Hægt er að nálgast fyrirlestrana, sem haldnir voru, hér á netinu.   Hér má sjá erindi Ólafs Darra Andrasonar deildarstjóra hagdeildar ASÍ, Hvað kostar sveigjanleg króna heimilin í landinu?   Hér má sjá erindi Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ, Hvernig getum …

Íbúðin í Ásholti í Reykjavík laus um helgina

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Íbúð Stéttarfélagsins í Ásholti í Reykjavík var af óviðráðanlegum orsökum að losna yfir helgina. Fyrstur kemur fyrstur fær. Hafið samband við skrifstofu í síma 430 0430 eða stettvest@stettvest.is    

Eru háir vextir og verðtrygging náttúrulögmál?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Opinn fundur ASÍ um vexti og lánamál var haldinn á Grand hótel Reykjavík 1. desember sl. undir yfirskriftinni Eru háir vextir og verðtrygging náttúrulögmál á Íslandi?  Ólafur Darri Andrason deildarstjóri Hagdeildar ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ héldu þar erindi sem hægt er að horfa á erindin eftirfarandi hlekkjum.   Erindi Ólafs Darra Andrasonar deildarstjóra hagdeildar ASÍ, Háir vextir, óstöðugur gjaldmiðill og agaleysi, …

Desemberuppbót og eingreiðsla í desember 2011

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Desemberuppbótin fyrir félagsmenn sem starfa skv. kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og SA er kr. 48.800. + sérstakt álag kr. 15.000. Sama gildir fyrir iðnaðarmenn sem starfa skv. kjarasamningi Samiðnar og SA og ríkisstarfsmenn sem starfa skv. kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og ríkissjóðs. Verslunar- og skrifstofufólk sem starfar skv. kjarasamningi LÍV og SA á rétt á desemberuppbót að upphæð kr. 55.400. plús sérstakt álag kr. 15.000. Starfsfólk sveitarfélaga …

Viljum styðja lestrarkennslu á fyrsta skólastigi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands hélt 50. fund stjórnar félagsins þriðjudaginn 15. nóv. á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: “  50. fundur stjórnar Stéttarfélags Vesturlands haldinn þriðjudaginn 15. nóvember 2011, í fundarsal félagsins í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a í Borgarnesi, samþykkir að veita styrki til þeirra leikskóla sem starfa á félagssvæðinu. Styrkirnir nemi kr. 60.000.- til hvers skóla og skal nota til kaupa á …

Bætt réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þessi frétt er tekin af vef ASÍ og birtist þar í fréttabréfi októbermánaðar:   Bætt réttarstaða launafólks við aðilaskipti Í kjölfar hrunsins 2008 fóru fjölmörg fyrirtæki í gjaldþrot og var rekstur þeirra eftir það seldur af skiptastjórum þeirra, ýmist í heilu lagi eða hlutum, til nýrra aðila sem héldu áfram rekstri með sama starfsfólki. Í mörgum tilvikum glataði launafólk verulegum …