Ríkissáttasemjari leggur til lausn á kjaradeilu!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ríkissáttasemjari, Magnús Pétursson, lagði fram tillögu til að sætta deilu milli Stéttarfélags Vesturlands og Samtaka atvinnulífsins eftir að kjarasamningurinn sem undirritaður var 21. desember sl. var felldur í atkvæðagreiðslu í almennri deild félagsins. Tillagan fer hér á eftir: Sáttatillaga frá 20. febrúar 2014 Til eftirtalinna samningsaðila:Flóabandalagsins, þ.e. Eflingar, Hlífar og VSFK, Einingar-Iðju, Bárunnar stéttarfélags, Öldunnar stéttarfélags, Stéttarfélagsins Samstöðu, Stéttarfélags Vesturlands, …

Úrskurðarnefnd féllst á túlkun Stéttvest

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Tryggingastofnun ríkisins hefur hingað til hagað upphafsgreiðsludegi endurhæfingarlífeyris þannig að greiðslur hefjist ekki fyrr en fyrsta dag næsta mánaðar eftir að veikindarétti og greiðslurétti úr sjúkrasjóði er lokið. Þessu hefur nú verið hrundið og greiðslur eiga að hefjast samdægurs.   Í kærumáli til Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 240/2013 frá 29.1 2014 (óbirtur), sem Stéttarfélag Vesturlands f.h. félagsmanns síns fór með fyrir nefndina …

Íbúðin á Akureyri laus v. forfalla

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Íbúð Stéttarfélagsins við Furulund á Akureyri var að losna helgina 14. – 16. febrúar vegna forfalla. Hafið samband við skrifstofu til að bóka íbúðina í s. 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is Fyrstur kemur fyrstur fær!    

Berjumst gegn kennitöluflakki og svartri atvinnustarfsemi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn  Stéttarfélags Vesturlands  ákvað á stjórnarfundi þriðjudaginn 28. janúar sl. að senda eftirfarandi áskorun til sveitarstjórna á starfssvæði  sínu um opinber útboð og innkaup: „Stjórn Stéttarfélags Vesturlands skorar á sveitarstjórnirnar á starfssvæði sínu að styðja  við  samstarf aðila vinnumarkaðarins um átak gegn svartri atvinnustarfsemi. Mikilvægt er  leggjast  gegn hvers kyns gerviverktöku, t.d. í byggingariðnaði, þjónustutengdri mannvirkjagerð og veitingastarfsemi. Auka þarf …

Samningar SGS felldir en LÍV og Samiðnar samþykktir!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa skv. kjarasamningum SGS felldu samninginn í atkvæðagreiðslunni sem lauk í gær kl. 16:00. Félagsmenn í Iðnsveinadeild og deild verslunar og skrifstofufólks samþykktu kjarasamninga Samiðnar og LÍV. Á kjörskrá hjá Stéttarfélagi Vesturlands voru 707 vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamninga ASÍ og landssambanda þess við SA frá 21.des. 186 kusu eða 26,31 %. Hjá Iðnsveinadeild voru 44 á …

Atkvæðagreiðslu um samningana lýkur á morgun

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú fer hver að verða síðastur að greiða atkvæði um kjarasamningana sem undirritaðir voru 21. desember sl. Atkvæðaseðlar sem berast Stéttarfélagi Vesturlands eftir kl. 16:00 þriðjudaginn 21. janúar 2014 verða ekki taldir með. Talin verða atkvæði í hverri deild félagsins fyrir sig, þ.e. Deild verslunar- og skrifstofufólks, Iðnsveinadeild og síðan hjá almennu verkafólki innan SGS. Niðurstöður úr talningu atkvæða verða ekki birtar fyrr en …

Kjarasamningarnir kynntir á félagssvæðinu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands boðar til kynningarfunda vegna kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins sem undirritaðir voru 21. desember.  Fundirnir verða sameiginlegir fyrir aðildardeildir landssambandanna SGS, LÍV og Samiðnar, sem öll eiga aðild að samningunum. Borgarbyggð  í Alþýðuhúsinu   Sæunnargötu 2a          9. jan. kl. 20:00Hvalfjarðarsveit í stjórnsýsluhúsinu  Innrimel 3          13. jan. kl. 17:00Dalabyggð í stjórnsýsluhúsinu Miðbraut 11               14. jan. kl. 17:00   Kosið verður um …

Áríðandi fundur trúnaðarráðs og manna

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

  Stéttarfélag Vesturlands boðar til áríðandi fundar trúnaðaráðs og túnaðarmanna á vinnustöðum Þriðjudaginn 7. janúar kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a í Borgarnesi. Fundarefnið er kynning á kjarasamningum  sem undirritaðir voru þann 21. desember sl. og gilda fyrir verkafólk á almennum markaði, verslunar- og skrifstofufólk og iðnaðarmenn. Stjórn Stéttarfélags Vesturlands  

Kjarasamningur undirritaður 21. desember

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélög á almennum vinnumarkaði undirrituðu kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann 21. desember sem er svokallaður aðfarasamningur. Samningurinn hefur það að markmiðið að auka kaupmátt, hækka lægstu laun umfram önnur laun, tryggja lága verðbólgu og undirbyggja stöðugleika. Aðilar skuldbinda sig jafnframt að hefja strax á nýju ári vinnu við langtímasamning. Hér er hægt að nálgast skjal þar sem reifuð eru helstu atriði samningsins.  

Félagsfréttir Stéttarfélags Vesturlands í desember

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands gaf að venju út Félagsfréttir nú í desember. Hægt er að nálgast vefútgáfu af blaðinu hér.    Stéttarfélag Vesturlands óskar félagsmönnum sínum og öðrum íbúum Vesturlands gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.