Stjórnarkjör 2017 Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára: formann, ritara og 1. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2017, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, merkt …
Yfirlýsing vegna sjálfboðaliða
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa undirritað yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða en í yfirlýsingunni kemur fram sameiginlegur skilningur um sjálfboðaliða og sjálfboðastörf. SGS og BÍ eru með gildandi kjarasamning um störf fólks í landbúnaði og ber að greiða lágmarksendurgjald fyrir vinnu eftir honum. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Það er sameiginlegt viðfangsefni aðila að stuðla að því að fyrirtæki …
Bein útsending frá ráðstefnu 12.janúar
Starfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónvarpað verður beint frá ráðstefnunni í gegnum facebook-síðu Starfsgreinasambandsins og eru félagar um allt land hvattir til að nýta sér tæknina. Dagskrá12:30 Setning.12:40 Innlegg frá félagsmanni.12:50 Kynning á niðurstöðum norrænnar rannsóknar um hlutastörf, tíðni þeirra og ástæður.Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði hjá Háskóla …
Ráðstefna um hlutastörf og vaktavinnu
Starfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónum verður beint að því hvort starfsfólk velur sér sjálft þessi störf og hvaða áhrif störf sem eru ekki með hefðbundinn vinnutíma hafa á lífsgæði fólks. Hvað getur starfsfólk gert til að draga úr streitu í vaktavinnu? Getur fólk valið að vinna …
Umgengni í orlofshúsum
Að gefnu tilefni skal það tekið fram að gæludýr eru ekki leyfð í orlofshúsum og íbúðum félagsins. Eftirfarandi reglur gilda um alla orlofskosti og eru gestir vinsamlegast beðnir um að virða þær: Reykingar eru stranglega bannaðar í orlofsíbúðum og húsum Stéttarfélags Vesturlands. Leigutaka er óheimilt að framselja leigusamninginn án samþykkis félagsins. Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í orlofsíbúðum félagsins. Helgarleiga í öllum íbúðum …
Búið að greiða út styrki
Búðið er að greiða út styrki úr sjúkrasjóði, menntasjóðum og sjúkradagpeninga fyrir desember 2016.
Afgreiðslutími um jól og áramót
Skrifstofa Stéttarfélag Vesturlands verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag en annars opin á hefðbundum tíma frá kl:8-16.
STYRKIR Í DESEMBER
Styrkir úr sjúkrasjóði og menntasjóðum verða greiddir út fyrir jól því þarf að vera búið að sækja um þá fyrir 19.desember.
Desemberuppbót 2017
Desemberuppbótin 2017 er 86.000,- fyrir fullt starf á almennum vinnumarkaði, í verslunum og skrifstofu og hjá ríkinu.